Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Houston Rockets. Vísir/Getty Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira