Bíðum ekki í hundrað ár! Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2019 07:15 Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar