Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2019 21:45 Paul Whelan með Klakkeyjar og Hrappsey í baksýn. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag, sakaður um njósnir. Vísir/EPA Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00