Segir erfitt að eiga við hálku við Gullfoss og Geysi Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 10:51 Mynd sem Friðrik Brekkan tók af ferðamönnum á svellbunka við Geysi. Friðrik Brekkan Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00