Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:36 Kolfinna Von Arnardóttir segist hafa tekið málið mjög inn á sig. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00