Hagfellt ár Hörður Ægisson skrifar 4. janúar 2019 07:00 Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar