Afskráðu ePóst án samþykkis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2019 06:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Vísir/Arnar Halldórsson Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00
Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30