Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 21:45 Þessi kennari má ganga með byssu í skólanum nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Vísir/Getty Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00