Þrettándagleði í járnum vegna Valsaraandúðar KR-inga Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 14:25 Hörður Heiðar við plaggatið. Þar ráku nokkrir grjótharðir KR-ingar augu í Valsmerkið sér til mikillar hrellingar. Komið er babb í bátinn vegna Þrettándahátíðar sem til stendur að halda í Vesturbænum. Stefnt er að því að hátíðin verði hin glæsilegasta; hún mun hefjast klukkan 18 næstkomandi sunnudag, við Melaskóla þar sem sungin verða nokkur lög. Þá er ráðgert að ganga í með blys á lofti að brennu sem verður við Ægissíðu. „Þetta verður glæsilegasta hátíðin,“ segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í samtali við Vísi. Að hátíðinni kemur einnig Frístundamiðstöðin Tjörnin sem starfar í öllum þessum hverfum. Hörður Heiðar er hvergi banginn þó grjótharðir KR-ingar hafa ýft burstir í Facebook-hópnum Vesturbærinn, hvar Hörður Heiðar vakti athygli á þessari glæsilegu hátíð sem fyrir dyrum stendur. Nokkrir þar hafa rekið augu í að Valsmerki er á plaggatinu, og það þykir þeim óhæft.Hljóta að vera mistök Sveinbjörn Þorsteinsson, starfsmaður á skrifstofu KR, vekur athygli á þessu; „sé að Valsmerkið hefur læðst þarna inn, væntanlega um mistök að ræða“. Fleiri gallharðir KR-ingar leggja orð í belg. Halldór Árnason segist einnig hafa rekið augu í þetta: „Um að gera að laga snöggvast.“ Og Páll Kristjánsson telur augljóst að einhver þurfi að axla ábyrgð. Margeir Ingólfsson er einn þeirra sem leggur orð í belg og segir:„Við erum ekki að fara að halda upp á Þrettándann með Vali. Lagið þetta.“ En, hér er ekki um mistök að ræða og ekki stendur til að „laga“ hvorki eitt né neitt, að sögn Harðar Heiðars. Hann útskýrir að þessi brenna sé ekki á vegum KR. Þetta sé mikið til unnið í sjálfboðaliðastarfi foreldrafélaga í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Kostnaður kemur frá borginni en ekki KR né Val ef því er að skipta. „KR-ingar ætla að auðstoða okkur við að auglýsa gleðina og það ætla Valsmenn að gera líka.“Telur Valsmenn mæta óttalausa til gleðinnar Ástæðan fyrir því að KR-ingar eru þetta heimaríkir er sennilega sprottin af því að í mörg ár var haldin sérstaklega Þrettándahátíð Vesturbæjar, en nú koma að þessu fleiri hverfi en þjónustumiðstöðin heldur utan um hátíðina. KR-ingar verða bara að bíta í það súra epli. „Ég vonast til að sjá sem flesta og allir komi og skemmta sér saman. Ég bara las þetta en ætla ekkert að bregðast við þessu.“En, eru Valsmenn þá ekki óttaslegnir að mæta í hverfið þegar þetta liggur fyrir? „Neinei, þeir fjölmenna,“ segir Hörður Heiðar fjallbrattur. Hann segist spurður halda með Breiðablik og er því gersamlega hlutlaus í þessum hrepparíg sem jafnan sprettur fram við minnsta tilefni. Eins og þetta er gott dæmi um. Borgarstjórn Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Komið er babb í bátinn vegna Þrettándahátíðar sem til stendur að halda í Vesturbænum. Stefnt er að því að hátíðin verði hin glæsilegasta; hún mun hefjast klukkan 18 næstkomandi sunnudag, við Melaskóla þar sem sungin verða nokkur lög. Þá er ráðgert að ganga í með blys á lofti að brennu sem verður við Ægissíðu. „Þetta verður glæsilegasta hátíðin,“ segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í samtali við Vísi. Að hátíðinni kemur einnig Frístundamiðstöðin Tjörnin sem starfar í öllum þessum hverfum. Hörður Heiðar er hvergi banginn þó grjótharðir KR-ingar hafa ýft burstir í Facebook-hópnum Vesturbærinn, hvar Hörður Heiðar vakti athygli á þessari glæsilegu hátíð sem fyrir dyrum stendur. Nokkrir þar hafa rekið augu í að Valsmerki er á plaggatinu, og það þykir þeim óhæft.Hljóta að vera mistök Sveinbjörn Þorsteinsson, starfsmaður á skrifstofu KR, vekur athygli á þessu; „sé að Valsmerkið hefur læðst þarna inn, væntanlega um mistök að ræða“. Fleiri gallharðir KR-ingar leggja orð í belg. Halldór Árnason segist einnig hafa rekið augu í þetta: „Um að gera að laga snöggvast.“ Og Páll Kristjánsson telur augljóst að einhver þurfi að axla ábyrgð. Margeir Ingólfsson er einn þeirra sem leggur orð í belg og segir:„Við erum ekki að fara að halda upp á Þrettándann með Vali. Lagið þetta.“ En, hér er ekki um mistök að ræða og ekki stendur til að „laga“ hvorki eitt né neitt, að sögn Harðar Heiðars. Hann útskýrir að þessi brenna sé ekki á vegum KR. Þetta sé mikið til unnið í sjálfboðaliðastarfi foreldrafélaga í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Kostnaður kemur frá borginni en ekki KR né Val ef því er að skipta. „KR-ingar ætla að auðstoða okkur við að auglýsa gleðina og það ætla Valsmenn að gera líka.“Telur Valsmenn mæta óttalausa til gleðinnar Ástæðan fyrir því að KR-ingar eru þetta heimaríkir er sennilega sprottin af því að í mörg ár var haldin sérstaklega Þrettándahátíð Vesturbæjar, en nú koma að þessu fleiri hverfi en þjónustumiðstöðin heldur utan um hátíðina. KR-ingar verða bara að bíta í það súra epli. „Ég vonast til að sjá sem flesta og allir komi og skemmta sér saman. Ég bara las þetta en ætla ekkert að bregðast við þessu.“En, eru Valsmenn þá ekki óttaslegnir að mæta í hverfið þegar þetta liggur fyrir? „Neinei, þeir fjölmenna,“ segir Hörður Heiðar fjallbrattur. Hann segist spurður halda með Breiðablik og er því gersamlega hlutlaus í þessum hrepparíg sem jafnan sprettur fram við minnsta tilefni. Eins og þetta er gott dæmi um.
Borgarstjórn Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira