Hundrað ára minkabani Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 20:00 Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands. Bláskógabyggð Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands.
Bláskógabyggð Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira