Mikil togstreita hefur myndast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Geir Þorsteinsson hefur unnið hjá KSÍ stærstan hluta starfsævinnar. Hann vill verða formaður Knattspyrnusambands Íslands á ný. Fréttablaðið/Valli Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn