Varahlutir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 7. janúar 2019 07:00 Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar