Áramóta-hate Haukur Örn Birgisson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun