R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 18:45 Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15