Nei, ég vann ekki í lottóinu Helgi Tómasson skrifar 3. október 2018 10:00 Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun