Þegar þetta var skrifað, 14:10, hafði flugvélinn verið flogið aftur á loft frá Edinborg. Fylgjast má með henni á vef FlightRadar24.
Flugvélinni var lent í Edinborg um klukkan eitt en fyrst var sagt frá atvikinu á vef Ríkisútvarpsins. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa WOW við vinnslu fréttarinnar.
Samkvæmt Scottish Sun biðu viðbragðsaðilar á flugbrautinni þegar flugvélinni var lent.
Uppfært klukkan 15:20
Upplýsingafulltrúi WOW Air, Svanhvít Friðriksdóttir, staðfesti í samtali við fréttastofu að um alvarleg veikindi farþega hafi verið að ræða og því hafi verið ákveðið að lenda í Edinborg. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig meira um málið að svo stöddu.
Fyrirsögn hefur verið breytt vegna mistaka.
Squawk 7700 - Emergency declared
— Flight Emergency (@FlightEmergency) December 30, 2018
WW761 from Frankfurt to Reykjavikhttps://t.co/8HbcqXBYez
/ @CivMilAir pic.twitter.com/ZUyvstgOOM