Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:45 Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09