Að sækja í átök Hörður Ægisson skrifar 21. desember 2018 07:00 Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun