Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 20:45 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki. Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki.
Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira