22 þúsund sörur fleyta fimleikahópnum til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 11:43 Hluti hópsins við baksturinn, í húsakynnum Dunkin' Donuts, í október. Ella Holt „Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur. Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur.
Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00