Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 13:30 Fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá kaupunum. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli. WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli.
WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51