Ronaldo kom Juventus til bjargar Anton Ingi Leifsson skrifar 26. desember 2018 15:45 Ronaldo fagnar jöfnunarmarkinu. vísir/getty Cristiano Ronaldo kom Juventus til bjargar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Juventus komst yfir á annarri mínútu leiksins er Berat Djimsiti skoraði sjálfsmark en Atalanta jafnaði á 24. mínútu með marki framherjans Duvan Zapata. Staðan var 1-1 í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks fékk Rodrigo Bentancur, miðjumaður Juventus, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Heimamenn í Atalanta komust yfir á 56. mínútu er Zapata skoraði annað mark sitt og annað mark Atalanta og þeir komnir í kjörstöðu. Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum en var kallaður á vettvang á 65. mínútu. Það kom ekki mörgum á óvart að það var svo hann sem skoraði jöfnunarmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2 og Juventus er áfram á toppi deildarinnar en þeir hafa ekki tapað leik á tímabilinu. Þeir eru með 50 stig, níu stigum meira en Napoli sem eru í öðru sætinu. Atalanta eru í sjöunda sætinu með 25 stig.Úrslit dagsins: Fiorentina - Parma 0-1 Bologna - Lazio 0-2 Cagliari - Genoa 1-0 Sampdoria - Chievo 2-0 Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo kom Juventus til bjargar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Juventus komst yfir á annarri mínútu leiksins er Berat Djimsiti skoraði sjálfsmark en Atalanta jafnaði á 24. mínútu með marki framherjans Duvan Zapata. Staðan var 1-1 í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks fékk Rodrigo Bentancur, miðjumaður Juventus, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Heimamenn í Atalanta komust yfir á 56. mínútu er Zapata skoraði annað mark sitt og annað mark Atalanta og þeir komnir í kjörstöðu. Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum en var kallaður á vettvang á 65. mínútu. Það kom ekki mörgum á óvart að það var svo hann sem skoraði jöfnunarmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2 og Juventus er áfram á toppi deildarinnar en þeir hafa ekki tapað leik á tímabilinu. Þeir eru með 50 stig, níu stigum meira en Napoli sem eru í öðru sætinu. Atalanta eru í sjöunda sætinu með 25 stig.Úrslit dagsins: Fiorentina - Parma 0-1 Bologna - Lazio 0-2 Cagliari - Genoa 1-0 Sampdoria - Chievo 2-0
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti