Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin. Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin.
Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15