Á heimasíðu KR kom fram í gær að liðið hefði ákveðið að senda Króatann Dino Stipcic aftur til síns heima en hann náði sér ekki á strik.
„Dino hefur ekki náð sér á strik í leik með KR en að öllu öðru leyti var leikmaðurinn til fyrirmyndar. Félagið þakkar Dino fyrir sitt framlag en hann var einnig aðstoðarþjálfari hjá félaginu,“ sagði í tilkynningu KR.
Stjarnan ákvað svo á dögunum að senda Paul Anthony Jones III heim en þeir hafa nú fundið eftirmann hans. Þetta tilkynntu þeir á vef sínum í dag.
Eftirmaðurinn heitir Brandon Rozzell en hann er 29 ára gamlal skotbakvörður. Hann þekkir vel þjálfara Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, en þeir unnu saman hjá Svendborg Rabbits í Danmörku.
Kkd Stjörnunnar hefur samið við Brandon Rozzell 29 ára gamlan bandarískan skotbakvörð sem arftaka Paul Anthony Jones III. Brandon er leikmaður sem Arnar þjálfari þekkir mjög vel frá tíma sínum hjá Svendborg Rabbits, en... https://t.co/3IBws2b8L5
— stjarnankarfa (@stjarnankarfa) December 23, 2018