Ríkjandi heimsmeistari í pílu, Rob Cross komst auðveldlega í 16-manna úrslit heimsmeistaramótsins eftir 4-0 sigur á Cristo Reyes.
Cross er í öðru sæti á heimslistanum en hann mun annað hvort mæta þeim Luke Humphries eða Dimitri van den Bergh í næstu umferð.
Adrian Lewis vann Litháenan Darius Labanauskas einnig auðveldlega, 4-0. Nokkuð ljóst er að næsti leikur Lewis verður töluvert erfiðari en þá mætir hann efsta manni heimslistans, Michael van Gerwen.
James Wade, sem situr í níunda sæti heimslistann lenti í miklum vandræðum með Keegan Brown. Wade lenti undir, 3-1 en tókst að koma til baka og vinna að lokum 4-3. Frábær endurkoma hjá Wade.
Wade mun mæta Ryan Joyce í næstu umferð, en Joyce er fyrir utan heimslistann og er Wade því líklegri til sigurs.
Heimsmeistarinn örugglega áfram í 16-manna úrslit
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn