Forsetinn sló jörðina upp í rjáfur Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2018 10:31 Guðni Th kom óvænt við sögu í jólasýningu Þjóðleikhússins en Siggi Sigurjóns fór á kostum í leikgerð sem byggir á hinni þekktu kvikmynd Chaplins. visir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018 Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018
Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00