Næturstrætó ekur áfram á næsta ári Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 11:31 Strætisvagnar hafa ekið um höfuðborgarsvæðið að næturlagi um helgar allt síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100 Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27
Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26