Betri tíð Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar