Mannréttindayfirlýsingin sjötíu ára og rædd í Veröld Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Eleanor Roosevelt var formaður nefndarinnar sem samdi Mannréttindayfirlýsinguna. NORDICPHOTOS/GETTY Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira