Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 07:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30