Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09