Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. FBL/Stefán Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28