Nýtt app Arion banka opið öllum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. desember 2018 07:45 Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Arion. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ný útgáfa af Arion appinu mun fara í loftið á næstu dögum og verður hún öllum opin, ekki aðeins viðskiptavinum Arion banka. Framkvæmdastjóri hjá bankanum segir að um sé að ræða nýja hugsun á íslenskum bankamarkaði. Þegar appinu hefur verið hlaðið niður er til dæmis hægt að stofna debetreikning og panta greiðslukort, stofna reglulegan sparnað eða taka svokallað Núlán þar sem kjör og lánsupphæð byggja á lánshæfismati hvers og eins. Einnig fylgir aðild að Einkaklúbbnum sem er stærsti fríðinda- og afsláttarklúbbur landsins. „Þetta er ný hugsun á íslenskum bankamarkaði að okkar mati og ákvörðunin um að opna dyr að stafrænum lausnum bankans með þessum hætti byggir ekki síst á þeim góðu viðtökum sem rafræna greiðslumatið vegna íbúðalána fékk á sínum tíma,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, en 40 prósent þeirra sem fara í gegnum greiðslumatið á vef bankans eru viðskiptavinir annarra banka. „Við sáum það vel þegar við kynntum stafræna greiðslumatið til leiks að snjallar lausnir sem auka þægindi, spara tíma og jafnvel peninga höfða til fleiri en okkar viðskiptavina. Greiðslumatið var þjónusta sem allir gátu nýtt sér.“ Iða Brá segir að með appinu geti fólk valið þá þjónustu sem hentar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll viðskipti hjá einum banka. Þá felist engin skuldbinding í því að sækja appið. „Við erum hvergi nærri hætt og munum á nýju ári kynna fleiri spennandi lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem auðvelda þeim lífið og gera þjónustuna okkar enn þægilegri,“ segir Iða Brá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Ný útgáfa af Arion appinu mun fara í loftið á næstu dögum og verður hún öllum opin, ekki aðeins viðskiptavinum Arion banka. Framkvæmdastjóri hjá bankanum segir að um sé að ræða nýja hugsun á íslenskum bankamarkaði. Þegar appinu hefur verið hlaðið niður er til dæmis hægt að stofna debetreikning og panta greiðslukort, stofna reglulegan sparnað eða taka svokallað Núlán þar sem kjör og lánsupphæð byggja á lánshæfismati hvers og eins. Einnig fylgir aðild að Einkaklúbbnum sem er stærsti fríðinda- og afsláttarklúbbur landsins. „Þetta er ný hugsun á íslenskum bankamarkaði að okkar mati og ákvörðunin um að opna dyr að stafrænum lausnum bankans með þessum hætti byggir ekki síst á þeim góðu viðtökum sem rafræna greiðslumatið vegna íbúðalána fékk á sínum tíma,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, en 40 prósent þeirra sem fara í gegnum greiðslumatið á vef bankans eru viðskiptavinir annarra banka. „Við sáum það vel þegar við kynntum stafræna greiðslumatið til leiks að snjallar lausnir sem auka þægindi, spara tíma og jafnvel peninga höfða til fleiri en okkar viðskiptavina. Greiðslumatið var þjónusta sem allir gátu nýtt sér.“ Iða Brá segir að með appinu geti fólk valið þá þjónustu sem hentar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll viðskipti hjá einum banka. Þá felist engin skuldbinding í því að sækja appið. „Við erum hvergi nærri hætt og munum á nýju ári kynna fleiri spennandi lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem auðvelda þeim lífið og gera þjónustuna okkar enn þægilegri,“ segir Iða Brá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira