Sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa bætt við hlut sinn í Arion banka og fara með samanlagt 3,4 prósenta eignarhlut í bankanum samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa.
Hlutur fjárfestingarsjóðanna í Arion banka er metinn á um 4,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Sjóðirnir áttu um 1,2 prósenta hlut í bankanum í kjölfar skráningar hans á hlutabréfamarkað í júní en hluturinn var um 2,6 prósent í byrjun nóvembermánaðar.
Þá hefur Gildi – lífeyrissjóður jafnframt haldið áfram að bæta við sig í Arion banka og á nú tæplega 2,5 prósenta hlut í bankanum að virði um 3,5 milljarða króna. Til samanburðar átti sjóðurinn, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, um 1,8 prósenta hlut í bankanum um miðjan októbermánuð.
Gildi – lífeyrissjóður keypti sem kunnugt er tæpan 0,7 prósenta hlut í útboði bankans sem var haldið í byrjun síðasta sumars.
Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf


Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent


Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent


ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent