5,7 milljarða gjaldþrot Ármanns Þorvaldssonar ehf Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2018 10:15 Félagið var í eigu Ármanns Þorvaldssonar, sem nú er forstjóri Kviku banka. Gjaldþrotaskiptum í félag forstjóra Kviku banka, Ármanns Þorvaldssonar, lauk á dögunum, rúmum sjö árum eftir að það var úrskurðað gjaldþrota. Félagið sem um ræðir ber einfaldlega nafnið Ármann Þorvaldsson ehf og voru lýstar kröfur í þrotabúið rúmlega 5,7 milljarðar króna. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að samþykktar almennar kröfur hafi numið 5.725 milljónum og að alls hafi 152 milljón krónur fengist greiddar upp í þær. Lögmannsstofan Logos stofnaði félagið í upphafi árs 2007 og var tilgangur þess að halda utan um hlutabréfaeign Ármanns í Kaupþingi sáluga, en hann var forstjóri bankans í Lundúnum. Kröfurnarnar eru því ekki síst tilkomnar vegna lána sem Ármann fékk vegna hlutabréfakaupanna, sem voru síðan flutt inn í félagið. Félagið var skráð á heimili foreldra Ármanns og voru þau bæði skráð í stjórn þess. Um það leyti sem félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, í upphafi árs 2011, gerði Ármann kaupmála við eiginkonu sína. Í samtali við DV á sínum tíma sagðist hann þó með kaupmálanum ekki verið að „flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“ og að hann væri ekki að hlaupa frá persónulegum skuldum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Í umfjöllun blaðsins er þó bent á að sama dag og þau hjónin undirrituðu kaupmálann var heimili þeirra að Dyngjuvegi fært yfir á eiginkonu hans. Gjaldþrot Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í félag forstjóra Kviku banka, Ármanns Þorvaldssonar, lauk á dögunum, rúmum sjö árum eftir að það var úrskurðað gjaldþrota. Félagið sem um ræðir ber einfaldlega nafnið Ármann Þorvaldsson ehf og voru lýstar kröfur í þrotabúið rúmlega 5,7 milljarðar króna. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að samþykktar almennar kröfur hafi numið 5.725 milljónum og að alls hafi 152 milljón krónur fengist greiddar upp í þær. Lögmannsstofan Logos stofnaði félagið í upphafi árs 2007 og var tilgangur þess að halda utan um hlutabréfaeign Ármanns í Kaupþingi sáluga, en hann var forstjóri bankans í Lundúnum. Kröfurnarnar eru því ekki síst tilkomnar vegna lána sem Ármann fékk vegna hlutabréfakaupanna, sem voru síðan flutt inn í félagið. Félagið var skráð á heimili foreldra Ármanns og voru þau bæði skráð í stjórn þess. Um það leyti sem félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, í upphafi árs 2011, gerði Ármann kaupmála við eiginkonu sína. Í samtali við DV á sínum tíma sagðist hann þó með kaupmálanum ekki verið að „flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“ og að hann væri ekki að hlaupa frá persónulegum skuldum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Í umfjöllun blaðsins er þó bent á að sama dag og þau hjónin undirrituðu kaupmálann var heimili þeirra að Dyngjuvegi fært yfir á eiginkonu hans.
Gjaldþrot Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira