„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2018 11:04 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47