Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. desember 2018 12:09 Skúli Mogensen er forstjóri og stofnandi WOW air. Hér er hann í símanum í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04