Skýr leiðarvísir Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun