Skýr leiðarvísir Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun