Ferðamönnum fækki og verðið hækki Helgi Vífill Júlíusson og Kristinn Ingi Jónsson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifa 14. desember 2018 06:00 Skúli Mogensen á leið á starfsmannafund WOW air þegar hann tilkynnti um fjöldauppsagnir. Fréttablaðið/Anton Brink „Við vonumst til að það verði áframhaldandi samkeppni í flugrekstri eins og verið hefur. Ef samkeppni minnkar þá hefur tilhneigingin verið að miðaverð hækki og það er eitthvað sem við fylgjumst grannt með, láta í okkur heyra og veita aðhald eins og við mögulega getum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um spár sérfræðinga um hugsanlegar afleiðingar hagræðingaraðgerða WOW air. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen segir í Fréttablaðinu í dag að verið sé að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka telur líklegt að sú staðreynd að WOW air sé nú að draga saman seglin um sem nemur hátt í helming flugflota félagsins, muni að öllum líkindum leiða til fækkunar ferðamanna á næsta ári, komi ekki til viðbragða af hálfu annarra flugfélaga. „Horfur eru á að um 2,3 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, þar af hefur verið áætlað að um 650 þúsund séu á vegum WOW air. Hvort og hve mikill samdrátturinn verður á næsta ári mun ráðast af viðbrögðum annarra flugfélaga,“ segir hann. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að ef dregið verði úr framboði á flugleiðum geti það orðið til þess að verð á flugmiðum hækki. Spurningin sé síðan hvort forsvarsmenn Icelandair hafi yfirhöfuð hug á að grípa þann bolta og hefja flug á leiðum þar sem WOW air hættir. Sveinn telur að stefnubreyting WOW nú sé skynsamleg.Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans.Hagræðing heggur skarð í fjöldatölur „Það að WOW air sé að draga saman seglin sem nemur hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til þess að ferðamönnum fækki á næsta ári komi ekki til viðbragða af hálfu annarra flugfélaga,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka. Greiningaraðilar hafa reiknað með litlum vexti í fjölda ferðamanna á næsta ári. „Horfur eru á að um 2,3 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, þar af hefur verið áætlað að um 650 þúsund séu á vegum WOW air. Hvort og hve mikill samdrátturinn verður á næsta ári mun ráðast af viðbrögðum annarra flugfélaga,“ segir hann. Elvar Ingi segir að á hluthafafundi Icelandair Group í lok nóvember hafi komið fram að félagið telji sig geta stækkað leiðakerfi sitt um allt að 35% prósent á næsta ári ef til verulegs samdráttar í flugframboði hingað til lands kæmi. „Framvindan mun því að miklu leyti ráðast af því hver viðbrögð Icelandair, sem og annarra flugfélaga, verður við þessum tíðindum.“Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að sé dregið úr framboði á flugleiðum geti það orðið til þess að verð á flugmiðum hækki. Flugfélögin hafi verið rekin með tapi og mögulega myndi það hafa í för með sér að flugið geti staðið undir sér. „Eflaust sjá einhverjir tækifæri í því fyrir Icelandair,“ segir hann. Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um sjö prósent í gær. „Svo er stóra spurningin hvort forsvarsmenn Icelandair hafi hug á að grípa þann boltann og hefja flug á þeim leiðum þar sem WOW air hættir. Ekki hefur komið í ljós hvaða flugleiðir WOW air mun leggja niður og hvernig nýju leiðakerfi þeirra verður háttað. Hvernig sú mynd er mun ráða miklu um næstu skref Icelandair. Að öllum líkindum mun WOW air hætta flugi á vesturströnd Bandaríkjanna og fella niður aðrar óarðbærar leiðir. Slíkt styrkir rekstur WOW air því eftir standa arðbærari flugleiðir. En það kann að vera að það sé ekki eftir miklu að slægjast þar fyrir Icelandair. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með hvort erlend flugfélög sjái tækifæri í flugleiðunum,“ segir Sveinn. Sveinn segir að stefnubreyting WOW air sé skynsamleg. WOW air hyggst einbeita sér að rekstri alvöru lággjaldaflugfélags og hætta að selja dýrari sæti. „Lággjaldaflugfélög hafa haft tilhneigingu til að bjóða dýrari sæti því framlegð af sölunni er mikil. Að sama skapi hafa rótgróin flugfélög leitast eftir að selja ódýr sæti eins og lággjaldaflugfélögin þrátt fyrir að vera mun dýrari í rekstri. Sú þróun skilar lítilli aðgreiningu á milli flugfélaga. Þess vegna líst mér vel á að WOW air skerpi á stefnunni og leiti aftur í upprunann. Það gæti verið skynsamleg stefna í samstarfi við nýjan hluthafa ef samningur við Indigo Partners verður að veruleika.“Laga reksturinn að líkani Indigo WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Breytingarnar fela einnig í sér að WOW air mun fækka flugvélum, úr tuttugu í ellefu, og verða eingöngu flugvélar af gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, játar í samtali við Markaðinn að ráðist hafi verið í breytingarnar á leiðakerfi og flota til þess að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem eru rekin sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ segir Skúli. Hann játar einnig að draga megi þá ályktun af því að ráðist var í breytingarnar að viðræðurnar við Indigo gangi vel. Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær niðurstöðu af viðræðuferlinu megi vænta. „Eins og hefur komið fram eru viðræðurnar háðar nokkrum skilyrðum. Eitt atriðanna er flugleiðakerfið og við erum að taka á því. Við þurfum jafnframt að ná saman við leigusala um að skila vélum og/eða selja flugvélar eins og við erum að gera og sú vinna gengur vel. Síðan þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur um breytta skilmála og sú vinna er einnig í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Við vonumst til að það verði áframhaldandi samkeppni í flugrekstri eins og verið hefur. Ef samkeppni minnkar þá hefur tilhneigingin verið að miðaverð hækki og það er eitthvað sem við fylgjumst grannt með, láta í okkur heyra og veita aðhald eins og við mögulega getum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um spár sérfræðinga um hugsanlegar afleiðingar hagræðingaraðgerða WOW air. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen segir í Fréttablaðinu í dag að verið sé að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka telur líklegt að sú staðreynd að WOW air sé nú að draga saman seglin um sem nemur hátt í helming flugflota félagsins, muni að öllum líkindum leiða til fækkunar ferðamanna á næsta ári, komi ekki til viðbragða af hálfu annarra flugfélaga. „Horfur eru á að um 2,3 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, þar af hefur verið áætlað að um 650 þúsund séu á vegum WOW air. Hvort og hve mikill samdrátturinn verður á næsta ári mun ráðast af viðbrögðum annarra flugfélaga,“ segir hann. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að ef dregið verði úr framboði á flugleiðum geti það orðið til þess að verð á flugmiðum hækki. Spurningin sé síðan hvort forsvarsmenn Icelandair hafi yfirhöfuð hug á að grípa þann bolta og hefja flug á leiðum þar sem WOW air hættir. Sveinn telur að stefnubreyting WOW nú sé skynsamleg.Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans.Hagræðing heggur skarð í fjöldatölur „Það að WOW air sé að draga saman seglin sem nemur hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til þess að ferðamönnum fækki á næsta ári komi ekki til viðbragða af hálfu annarra flugfélaga,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka. Greiningaraðilar hafa reiknað með litlum vexti í fjölda ferðamanna á næsta ári. „Horfur eru á að um 2,3 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, þar af hefur verið áætlað að um 650 þúsund séu á vegum WOW air. Hvort og hve mikill samdrátturinn verður á næsta ári mun ráðast af viðbrögðum annarra flugfélaga,“ segir hann. Elvar Ingi segir að á hluthafafundi Icelandair Group í lok nóvember hafi komið fram að félagið telji sig geta stækkað leiðakerfi sitt um allt að 35% prósent á næsta ári ef til verulegs samdráttar í flugframboði hingað til lands kæmi. „Framvindan mun því að miklu leyti ráðast af því hver viðbrögð Icelandair, sem og annarra flugfélaga, verður við þessum tíðindum.“Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að sé dregið úr framboði á flugleiðum geti það orðið til þess að verð á flugmiðum hækki. Flugfélögin hafi verið rekin með tapi og mögulega myndi það hafa í för með sér að flugið geti staðið undir sér. „Eflaust sjá einhverjir tækifæri í því fyrir Icelandair,“ segir hann. Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um sjö prósent í gær. „Svo er stóra spurningin hvort forsvarsmenn Icelandair hafi hug á að grípa þann boltann og hefja flug á þeim leiðum þar sem WOW air hættir. Ekki hefur komið í ljós hvaða flugleiðir WOW air mun leggja niður og hvernig nýju leiðakerfi þeirra verður háttað. Hvernig sú mynd er mun ráða miklu um næstu skref Icelandair. Að öllum líkindum mun WOW air hætta flugi á vesturströnd Bandaríkjanna og fella niður aðrar óarðbærar leiðir. Slíkt styrkir rekstur WOW air því eftir standa arðbærari flugleiðir. En það kann að vera að það sé ekki eftir miklu að slægjast þar fyrir Icelandair. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með hvort erlend flugfélög sjái tækifæri í flugleiðunum,“ segir Sveinn. Sveinn segir að stefnubreyting WOW air sé skynsamleg. WOW air hyggst einbeita sér að rekstri alvöru lággjaldaflugfélags og hætta að selja dýrari sæti. „Lággjaldaflugfélög hafa haft tilhneigingu til að bjóða dýrari sæti því framlegð af sölunni er mikil. Að sama skapi hafa rótgróin flugfélög leitast eftir að selja ódýr sæti eins og lággjaldaflugfélögin þrátt fyrir að vera mun dýrari í rekstri. Sú þróun skilar lítilli aðgreiningu á milli flugfélaga. Þess vegna líst mér vel á að WOW air skerpi á stefnunni og leiti aftur í upprunann. Það gæti verið skynsamleg stefna í samstarfi við nýjan hluthafa ef samningur við Indigo Partners verður að veruleika.“Laga reksturinn að líkani Indigo WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Breytingarnar fela einnig í sér að WOW air mun fækka flugvélum, úr tuttugu í ellefu, og verða eingöngu flugvélar af gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, játar í samtali við Markaðinn að ráðist hafi verið í breytingarnar á leiðakerfi og flota til þess að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem eru rekin sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ segir Skúli. Hann játar einnig að draga megi þá ályktun af því að ráðist var í breytingarnar að viðræðurnar við Indigo gangi vel. Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær niðurstöðu af viðræðuferlinu megi vænta. „Eins og hefur komið fram eru viðræðurnar háðar nokkrum skilyrðum. Eitt atriðanna er flugleiðakerfið og við erum að taka á því. Við þurfum jafnframt að ná saman við leigusala um að skila vélum og/eða selja flugvélar eins og við erum að gera og sú vinna gengur vel. Síðan þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur um breytta skilmála og sú vinna er einnig í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36