Martröð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun