Janúarfótbolti í Chicago í fyrsta sinn í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 10:00 Khalil Mack hjá Chicago Bears fagnar sigri með stuðningsmönnum. Vísir/Getty Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira
Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira