Á forsendum barnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar