Stuðningsmaður Báru kallaði lögmann Miðflokksmanna fífl Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 16:47 Báru var ákaft fagnað þegar hún kom úr dómsal. Vísir/Vilhelm Fjölmargir mættu til að sýna Báru Halldórsdóttur stuðning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þangað var hún boðuð vegna kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um að hún gæfi skýrslu til að varpa ljósi á hvernig hún tók samtal þeirra upp á Klaustur-bar 20. nóvember síðastliðinn. Nokkrir nafntogaðir einstaklingar voru mættir í dómsal til að sýna Báru stuðning. Þar á meðal Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri, Mörður Árnason fyrrverandi þingmaður, Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Þingfesting málsins fór fram í dómsal 101 sem er stærsti salur Héraðsdóms Reykjavíkur. Setið var í hverju sæti og komast færri að en vildu. Þeir sem komust þó ekki inn í salinn biðu eftir að þingfestingunni væri lokið og hylltu Báru þegar hún kom út úr þingsalnum.Bára hafnaði kröfunni um skýrslutöku og fór fram munnlegur málflutningur þar sem sóknaraðili og varnaraðili færðu rök fyrir sínu máli. Þingmennirnir fjórir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Ólafsdóttir og Bergþór Ólason.Jón Gnarr fagnar báru fyrir þingfestinguna. Vísir/VilhelmLögmaður þeirra er Reimar Pétursson en hann sagði að með athæfi sínu hefði Bára brotið gegn rétti þingmannanna til einkalífs. Sagði hann það afar sérkennilegt að Bára neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi og sagði það benda til þess að hún hefði eitthvað að fela. Einhverjir sem sátu í dómsal hlógu á meðan Reimar flutti mál sitt og sumir ræsktu sig hressilega yfir fullyrðingum hans. Á einum tímapunkti þegar Reimar flutti mál sitt hrópaði ein stuðningskona Báru að Reimari: „Fífl!“Bára á leið úr þingsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmVar konunni bent á af öðru fólki í dómsalnum að óþarfi væri að hafa uppi slíkt orðfæri en henni virtist standa á sama og endurtók orðið „fífl“ þegar Reimar gekk í sæti sitt. Verjandi Báru, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sagði að Bára hefði þegar stigið fram í blaðaviðtölum og greint frá sinni aðkomu að málinu. Því væru forsendur vitnamáls fyrir dómi brostnar og þess vegna bæri að hafna þessari kröfu.Freyja Haraldsdóttir ásamt Báru í dómsal.Vísir/VilhelmReimar sagði að ekki væri hægt að vísa í blaðaviðtal máli sínu til stuðnings. Bein sönnunarfærsla færi fram fyrir dómara og þegar blaðaviðtöl eiga sér stað þá fengju aðilar ekki færi á að spyrja gagnspurninga þar sem Bára yrði að svara fyrir dómara þar sem meiri ábyrgð fylgdi svörum hennar. Reimar vildi einnig fá aðgang að myndefni frá Alþingi og Dómkirkjunni sem og inni á Klaustur-bar til að varpa ljósi á hvernig Bára stóð að þessari upptöku og hvort hún hefði verið ein að verki. Sagði Reimar að umbjóðendur hans drægju frásögn hennar í blaðaviðtölum í efa. Þegar lögmennirnir höfðu lokið máli sínu sagði dómari að málið yrði tekið til úrskurðar og búast mætti við niðurstöðu undir lok vikunnar, en það gæti þó dregist. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Fjölmargir mættu til að sýna Báru Halldórsdóttur stuðning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þangað var hún boðuð vegna kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um að hún gæfi skýrslu til að varpa ljósi á hvernig hún tók samtal þeirra upp á Klaustur-bar 20. nóvember síðastliðinn. Nokkrir nafntogaðir einstaklingar voru mættir í dómsal til að sýna Báru stuðning. Þar á meðal Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri, Mörður Árnason fyrrverandi þingmaður, Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Þingfesting málsins fór fram í dómsal 101 sem er stærsti salur Héraðsdóms Reykjavíkur. Setið var í hverju sæti og komast færri að en vildu. Þeir sem komust þó ekki inn í salinn biðu eftir að þingfestingunni væri lokið og hylltu Báru þegar hún kom út úr þingsalnum.Bára hafnaði kröfunni um skýrslutöku og fór fram munnlegur málflutningur þar sem sóknaraðili og varnaraðili færðu rök fyrir sínu máli. Þingmennirnir fjórir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Ólafsdóttir og Bergþór Ólason.Jón Gnarr fagnar báru fyrir þingfestinguna. Vísir/VilhelmLögmaður þeirra er Reimar Pétursson en hann sagði að með athæfi sínu hefði Bára brotið gegn rétti þingmannanna til einkalífs. Sagði hann það afar sérkennilegt að Bára neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi og sagði það benda til þess að hún hefði eitthvað að fela. Einhverjir sem sátu í dómsal hlógu á meðan Reimar flutti mál sitt og sumir ræsktu sig hressilega yfir fullyrðingum hans. Á einum tímapunkti þegar Reimar flutti mál sitt hrópaði ein stuðningskona Báru að Reimari: „Fífl!“Bára á leið úr þingsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmVar konunni bent á af öðru fólki í dómsalnum að óþarfi væri að hafa uppi slíkt orðfæri en henni virtist standa á sama og endurtók orðið „fífl“ þegar Reimar gekk í sæti sitt. Verjandi Báru, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sagði að Bára hefði þegar stigið fram í blaðaviðtölum og greint frá sinni aðkomu að málinu. Því væru forsendur vitnamáls fyrir dómi brostnar og þess vegna bæri að hafna þessari kröfu.Freyja Haraldsdóttir ásamt Báru í dómsal.Vísir/VilhelmReimar sagði að ekki væri hægt að vísa í blaðaviðtal máli sínu til stuðnings. Bein sönnunarfærsla færi fram fyrir dómara og þegar blaðaviðtöl eiga sér stað þá fengju aðilar ekki færi á að spyrja gagnspurninga þar sem Bára yrði að svara fyrir dómara þar sem meiri ábyrgð fylgdi svörum hennar. Reimar vildi einnig fá aðgang að myndefni frá Alþingi og Dómkirkjunni sem og inni á Klaustur-bar til að varpa ljósi á hvernig Bára stóð að þessari upptöku og hvort hún hefði verið ein að verki. Sagði Reimar að umbjóðendur hans drægju frásögn hennar í blaðaviðtölum í efa. Þegar lögmennirnir höfðu lokið máli sínu sagði dómari að málið yrði tekið til úrskurðar og búast mætti við niðurstöðu undir lok vikunnar, en það gæti þó dregist.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04