Forseti Alþingis sáttur við haustþingið Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 08:00 Alþingismenn lögðu fram 239 fyrirspurnir til ráðherra á haustþingi. Tæplega helmingnum, eða 103, hefur enn ekki verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari 149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira