Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. desember 2018 07:30 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn. Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn.
Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30