Farðu í Adidas skóna þína eða við sektum þig um 139 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 09:00 Rafinha. Vísir/Getty Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München. Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München.
Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira