Farðu í Adidas skóna þína eða við sektum þig um 139 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 09:00 Rafinha. Vísir/Getty Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München. Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München.
Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira