Hrund tekur við starfi framkvæmdastjóra Festu Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2018 12:22 Hrund Gunnsteinsdóttir Mynd/Festa Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Í tilkynningu kemur fram að hún hefji störf í febrúar. „Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu og hefur einnig stundað leiðtoga- og stjórnendanám við Yale háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hún hefur víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs. Hrund hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og situr í sérfræðingaráði Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) á sviðum tengdum fjórðu iðnbyltingunni og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hrund hefur jafnframt starfað sem fyrirlesari víða um heim og verið ráðgefandi fyrir leiðtoga og frumkvöðla á sviði nýsköpunar og þróunarstarfs. Hrund er handritshöfundur og annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi – the Power of Intuition, sem sýnd er um allan heim á Netflix og fjallar um áhrif ört breytilegs heims á einstaklinga, menntun og vinnumarkað. Hrund hannaði og stýrði Prisma diplómanáminu 2008-2010 í samvinnu við Listaháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademíuna, sem hlaut viðurkenningu Norðurlandaráðs fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hún hefur kennt leiðtoganámskeið og námskeið um gagnrýna og skapandi hugsun í alþjóðlegu samhengi í háskólum hérlendis og erlendis. Sem blaðamaður og greinahöfundur frá árinu 1999, hefur Hrund lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega þróun. Hrund er ein af ungum leiðtogum Alþjóðaefnahagsráðsins, var valin Menningarleiðtogi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu árið 2017 og Yale Greenberg World Fellow árið 2016,“ segir í tilkynningunni. Erla Tryggvadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Festu. Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Í tilkynningu kemur fram að hún hefji störf í febrúar. „Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu og hefur einnig stundað leiðtoga- og stjórnendanám við Yale háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hún hefur víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs. Hrund hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og situr í sérfræðingaráði Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) á sviðum tengdum fjórðu iðnbyltingunni og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hrund hefur jafnframt starfað sem fyrirlesari víða um heim og verið ráðgefandi fyrir leiðtoga og frumkvöðla á sviði nýsköpunar og þróunarstarfs. Hrund er handritshöfundur og annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi – the Power of Intuition, sem sýnd er um allan heim á Netflix og fjallar um áhrif ört breytilegs heims á einstaklinga, menntun og vinnumarkað. Hrund hannaði og stýrði Prisma diplómanáminu 2008-2010 í samvinnu við Listaháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademíuna, sem hlaut viðurkenningu Norðurlandaráðs fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hún hefur kennt leiðtoganámskeið og námskeið um gagnrýna og skapandi hugsun í alþjóðlegu samhengi í háskólum hérlendis og erlendis. Sem blaðamaður og greinahöfundur frá árinu 1999, hefur Hrund lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega þróun. Hrund er ein af ungum leiðtogum Alþjóðaefnahagsráðsins, var valin Menningarleiðtogi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu árið 2017 og Yale Greenberg World Fellow árið 2016,“ segir í tilkynningunni. Erla Tryggvadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Festu.
Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira