„Um var að ræða 4% aukningu á framboðnum sætiskílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur hlutfall tengifarþega aukist en í ár var hlutfallið 53% í nóvember miðað við 49% á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt rúmlega 3,3 milljónir farþega,“ segir í tilkynningunni.
Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, að starfsfólk WOW air eigi heiður skilinn fyrir vel unnin störf við mjög erfiðar aðstæður. Sé hann mjög þakklátur fyrir þann meðbyr sem félagið fái þessa dagana.
9,3 milljarðar
Bandarískja fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW komust að samkomulagi um það í síðustu viku að fyrrnefnda félagið myndi fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, um 9,3 milljörðum króna. Í yfirlýsingu frá var ítrekað að enn eigi þó eftir að uppfylla ýmis skilyrði svo að fjárfestingin gangi í gegn.111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í síðustu viku, auk þess að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn voru ekki endurnýjaðir. Alls voru það á fjórða hundrað manns sem misstu vinnuna.