Rektor segir að áreitni verði aldrei liðin innan HÍ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:11 Rektor hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund. Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi á undanförnum misserum lagt áherslu á að bæta ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni. Hann segir að slíkt verði aldrei liðið innan HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Sigrúnar Helgu Lund, prófessors í líftölfræði sem sagði upp starfi sínu við skólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu Jóns Atla. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.“ Þar segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar sem eru trúnaðarmál. „Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.“Hafnar öllum ásökunum Sigrún Helga greindi frá því í Facebook færslu í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu. Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnaði ásökunum Sigrúnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir hádegi í dag. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ sagði Sigurður Yngvi og vísaði í niðurstöðu Siðanefndar.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent