Fullveldi Íslands er eins og fertug kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun